top of page

"Mig langar að skapa eitthvað sem að gerir öllum kleift að upplifa sína drauma, upplifa flæði og hafa trú á sjálfum sér"

{Hreggviður Hermannsson}

Um mig

Ég heiti Hreggviður Hermannsson, íþróttasálfræðiráðgjafi og fyrrum fótboltamaður. Ég hef alla tíð haft áhuga á því hvernig hugsun, sjálfstraust og fókus hafa bein áhrif á frammistöðu, ekki bara í íþróttum heldur líka í lífinu.

 

Ég lauk BSc í sálfræði og síðar MSc í íþróttavísindum með áherslu á íþróttasálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ég hef unnið sem íþróttasálfræðiráðgjafi hjá FH meistaraflokki karla, þar sem ég vann með leikmönnum og þjálfurum að því að efla hugræna færni og skapa umhverfi sem styður bæði árangur og vellíðan. Mitt markmið í dag er að gera hugræna þjálfun aðgengilega fyrir alla sem hafa áhuga, einnig bjóða liðum og fyrirtækjum það tækifæri að efla andlega heilsu og frammistöðu starfsfólks/íþróttafólks.

 

Nálgun mín byggir á sannreyndum aðferðum úr MAC (Mindfulness–Acceptance–Commitment) nálgun, hugrænni þjálfun, markmiðasetningu og vinnu með gildi. Ég legg áherslu á að þjálfa hugarfar sem gerir fólki kleift að halda yfirvegun, einbeitingu og sjálfstrausti undir pressu.

 

Hvort sem það er leikmaður á leið í atvinnumennsku, ungur íþróttamaður sem vill byggja upp sjálfstraust, eða stjórnandi sem vill hámarka frammistöðu teymis, þá er markmið mitt að hjálpa fólki að virkja sitt innra afl og ná árangri á eigin forsendum.

Útskrift 2025

hugur {performance labs} er fyrst og fremst íþróttasálfræðiráðgjöf fyrir einstaklinga og stofnanir. Megin markmið mitt er að vinna með einstaklingum á hvaða aldri sem er og hvaða getustigi sem er með það skilyrði að metnaður skuli vera til staðar. 

pexels-kammeran-gonzalez-keola-3137381-5441748.jpg

Mission

Markmið mitt með hugur {performance labs} er að byggja samfélag metnaðarfullra einstaklinga sem að vilja betrumbæta sig í sínu fagi og sem manneskjur. Sem fyrrum íþróttamaður hef ég mikinn skilning á nútíma íþróttaumhverfum. Ég mun vinna hörðum höndum að þörfum þeirra einstaklinga sem að kjósa að koma til mín að koma eins einstaklingsmiðaðri nálgun og hægt er.  

Vision

Framtíðarsýnin mín er að hugur {performance labs} verði ekki aðeins íþróttasálfræðiráðgjöf heldur umhverfi sem að metnaðarfullir íþróttafræðingar koma saman og mynda eitt það fagmannlegasta umhverfi fyrir afreksíþróttafólk á Íslandi.

bottom of page